Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Víða flughált í morgunsárið - vætutíð yfir frostmarki

Það blæs dálítið í dag og víðast hvar má búast við úrkomu einhvern hluta dags, ef Norðurland er undanskilið. Vestantil styttir upp þegar líður á daginn en austantil fer að rigna eða snjóa síðdegis.Flughált er á höfuðborgarsvæðinu. Vegagerðin er að meta aðstæður á vegum. Flughált er á Fagradal á Austurlandi og innansveitar í Borgarfirði á Vesturlandi. Hálka eða hálkublettir eru víða.Veðurspáin er svohljóðandi:Suðaustan og austan fimm til þrettán metrar á sekúndu og skúrir eða él í dag, hiti 0 til 6 stig. Að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi og víða vægt frost. Fer að rigna eða snjóa á austanverðu landinu síðdegis og hlýnar heldur, en styttir upp vestantil.Austan átta til fimmtán og væta með köflum á morgun, en úrkomulítið norðan- og vestanlands. Hiti eitt til átta stig. Samfelld rigning
Víða flughált í morgunsárið - vætutíð yfir frostmarki

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta