Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Stjórnarherinn berst við Kúrda þrátt fyrir vopnahlé

Bardagar brutust út í norðausturhluta Sýrlands á mánudag á milli stjórnarhersins og hinna kúrdísku Lýðræðissveita Sýrlands (SDF), þrátt fyrir að samið hafi verið um vopnahlé daginn áður.Sýrlenski herinn hélt inn í borgina al-Shaddadi í Hassakeh-héraði og sakaði SDF-liða um að hafa vísvitandi sleppt fjölda meðlima Íslamska ríkisins úr fangelsi. Talsmenn hersins sögðu við ríkisfjölmiðilinn Sana að leiðtogar SDF hefðu neitað að afhenda hernum stjórn yfir fangelsinu.Talsmenn SDF sögðust aftur á móti hafa misst stjórn á fangelsinu vegna ítrekaðra árása „hópa á vegum Damaskus-stjórnarinnar“. Lýðræðissveitirnar sögðu jafnframt níu meðlimi sína hafa verið drepna og 20 særða í bardögum við al-Aqtan-fangelsið í Raqqa.Í yfirlýsingu um átökin sögðu Lýðræðissveitirnar að bandalagið undir forystu Bandar
Stjórnarherinn berst við Kúrda þrátt fyrir vopnahlé

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta