„Þetta voru bara mannleg mistök,“ segir Gísli S. Brynjólfsson markaðsstjóri Icelandair um töluverða umræðu í færeyskum málfarshópi um orðið „stórbrotna“ í færeyskri auglýsingu flugfélagsins á dögunum sem hópverjar töldu hæfa auglýsingunni illa auk þess sem einhverjir vildu meina að þar hefði „vitlíki“ verið á ferð.