Sextán ára gamall Norðmaður sætir nú ákæru fyrir samverknað við tvö manndráp í Svíþjóð, þrjár tilraunir til manndráps, eina í Noregi, aðra í Svíþjóð og þá þriðju á Englandi, og fjölda annarra brota í máli sem tekið verður fyrir í héraðsdómi 2. mars. Starfaði ákærði með sænska glæpaveldinu Foxtrot.