Á miklum rigningardögum, eins og var í gær, taka eflaust margir eftir sérstaklega miklum og djúpum hjólförum sem sjá má í hinum ýmsu vegum á höfuðborgarsvæðinu. Förin fyllast svo af rigningarvatni sem rennur eftir þeim og getur þar með myndað mikla hættu í umferðinni.