Deilt hefur verið um skilti við verslun Garðheima í Breiðholti undanfarna mánuði. Garðheimar settu upp stórt rafrænt skilti við bílaplan verslunarinnar við Álfabakka 6 þrátt fyrir að beiðni um leyfi fyrir því hefði verið synjað í tvígang af byggingarfulltrúa Reykjavíkur, 11. október 2022 og 22. október 2024.