Færeyingar urðu í gær fámennasta þjóðin til að vinna leik á Evrópumótinu í handbolta.Lið þeirra vann sinn fyrsta sigur frá upphafi á stórmóti karla í gær með þrettán marka sigri á Svartfjallalandi í riðlakeppni EM.Færeyingar þurfa jafntefli eða sigur á Slóvenum annað kvöld til að komast í milliriðlakeppni EM og stuðningsmenn þeirra vona að sjálfsögðu að liðið beri sigur úr býtum.