Enn er óljóst hvað olli skelfilegu lestarslysi á Spáni í gærkvöld. Minnst 39 eru látnir og tugir slasaðir. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, heitir því að leiða sannleikann í ljós og almenningur fái að vita hvað gerðist.Tvær háhraðalestir skullu saman í gærkvöld með skelfilegum afleiðingum. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Spáni næstu þrjá sólarhringa.Salvador Jiménez, fréttamaður spænska ríkissjónvarpsins, sem var um borð í annarri lestinni, segist hafa fundið þungt högg í kjölfarið hafi hryllingurinn tekið við.„Úr næstsíðasta vagninum, sem nánast fór á hliðina, stökk fólk út um gluggana. Farþegarnir voru mitt í öllum hryllingnum, fullir örvæntingar og óvissu um hvað hafði gerst,“ segir Jiménez.Rannsókn er hafin á lestarslysi sem varð í Andalúsíuhéraði á Spáni í gærkvöld. Minnst 3