Falin sjúkdómsbyrði af völdum áfengisneyslu og áhrif hennar á öll stig heilbrigðiskerfisins var til umræðu á Læknadögum í Hörpu.„Því miður er áfengisnotkun býsna oft meðvirkandi þáttur í að fólk þurfi að koma á bráðamóttökuna,“ segir Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, „ég gerði óformlega könnun meðal starfsfólks bráðamöttökunnar, lækna og hjúkrunarfræðinga. Og þá er það mat starfsfólksins að um það bil fimmta hver koma á bráðamóttökuna hefði sennilega ekki orðið ef fók hefði ekki notað áfengi.“Sigurdís Haraldsdóttir krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, flutti, eins og Hjalti Már, erindi á Læknadögum í morgun. Hún segir að áfengi sé krabbameinsvaldandi og að nú sé vitað um tengsl áfengis við að minnsta kosti s