Sævar Helgi Bragason, rithöfundur og jarðfræðingur, segir stefna í „litrík og glæsileg norðurljós“ í nótt eða annað kvöld, eftir að sólblossi olli kröftugu kóronugosi sem stefnir hratt á jörðina. Líkur benda til þess að skýið skelli á jörðinni í kringum 11:30 í fyrramálið, með nokkurra klukkustunda skekkjumörkum. „Á sama tíma verður Jörðin fyrir áhrifum frá hraðfleygum sólvindi úr kórónugeil. Sömu...