Jón Magnússon, formaður Samtaka vistheimilabarna, var gestur Síðdegisútvarpsins á Rás 2 í dag.Hann vill að afdrif barna sem voru sett á vistheimili, á borð við Kumbaravog og Breiðavík, verði skoðuð.Jón var sjálfur vistaður frá 4 ára aldri á vistheimilum.Hann segir að flestir þeirra sem voru vistaðir með honum séu látnir. RANNSAKENDUR MYNDU ÞURFA AÐ HAFA SAMBAND VIÐ ÚTFARARSTOFUR Jón segir að ef afdrif barna sem voru sett á vistheimili væru skoðuð þyrftu rannsakendur í stórum mæli að hafa samband við útfararþjónustur.„Því flestir eru dánir bara.“Það var í byrjun árs 2007 sem frásagnir einstaklinga sem höfðu verið vistaðir sem börn á vistheimilinu Breiðavík fóru að koma fram í fjölmiðlum.Í þeim frásögnum kom fram að fólkið hefði orðið fyrir illri meðferð og ofbeldi meðan á dvöl þess stóð.