Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks furða sig á að Inga Sæland hafi hrifsað til sín uppbyggingu hjúkrunarheimila og efast um að slíkt standist lög. Forsætisráðherra segir það vissulega óvenjulegt en að mestu skipti að árangur náist í málaflokknum.Tilkynnt var um helgina að samkomulag hafi náðst milli Ragnars Þórs Ingólfssonar, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ingu Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, um að sú síðarnefnda farið með málefni uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustuíbúða fyrir eldra fólk. Ábyrgðin á málaflokknum muni eftir sem áður liggja hjá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu.Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi að þessi ráðstöfun kalli á margar spurningar og spurði forsætisráðherra út í lögmæti þessa gj