Bandaríkjaforseti hefur hótað hernaðaríhlutun til að kveða niður mótmælabylgju sem braust út í Minnesota eftir að innflytjendalögreglan ICE skaut bandaríska konu til bana.Katrín Frímannsdóttir, sem býr í Minnesota, segist hafa fundið fyrir neikvæðara viðhorfi gagnvart innflytjendum í Bandaríkjunum á fyrri og seinni valdatíð Trumps.„Þegar Trump tók við í fyrra skiptið þá var ég að vinna úti og bara í rauninni á einni nóttu var eins og komið væri skotleyfi á innflytjendur. Við fundum fyrir því eiginlega bara strax daginn eftir að við værum ekki velkomin lengur. Núna hefur þetta verið tíu sinnum verra vegna þess hvað skilaboðin frá Trump og hans liðum öllum hafa verið svo aggresív,“ segir Katrín í Morgunútvarpinu á Rás 2 sem hefur búið í Minnesota í 35 ár.Katrín segist passa sig vel í daglegu