Loðnuveiðar eru hafnar en grænlenska skipið Polar Amaroq hóf veiðar austur af landinu klukkan fjögur í nótt. Fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar að 250 tonn hafi fengist í fyrsta holi. Haft er eftir Geir Zoega skipstjóra að talsvert sé að sjá af loðnu og góð loðnulykt um borð. Líklega verði landað í Neskaupstað í fyrramálið.Lítill loðnukvóti hefur verið gefinn út eða aðeins tæplega 44 þúsund tonn en leitarleiðangur fimm skipa er að hefjast og mögulega verður hægt að gefa út aukinn kvóta. Rannsóknarskipið Þórunn Þórðardóttir lét úr Reykjavíkurhöfn í gær. Hún er komin vestur í Ísafjarðardjúp og Árni Friðriksson siglir brátt frá Akureyri. Þrjú veiðiskip taka líka þátt í leitinni, Barði, Heimaey og Polar Ammassak. Þau láta úr höfn í Neskaupstað klukkan eitt.Talsvert hefur sést til loðnu a