Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Dolly Parton hefur ekki tíma í að eldast og fagnar áttræðisafmæli með því að gefa til baka

„Ég hef ekki tíma til að verða gömul. Ég hef ekki tíma í að hugsa um það,“ segir Dolly Parton sem er áttræð í dag. Hún vilji ekki fagna afmælinu sjálfu heldur öllu því sem hún hefur áorkað hingað til. Hún sé í raun rétt að byrja.Hin ástsæla Dolly Parton er 80 ára í dag og í tilefni af því gaf hún út nýja útgáfu af laginu sínu Light of a Clear Blue Morning frá 1977. Í þetta sinn hefur hún fengið til liðs við sig tónlistarfólkið Reba McEntire, Miley Cyrus, Queen Latifah og Lainey Wilson og rennur allur ágóðinn til styrktar rannsóknum á krabbameini hjá börnum.Dolly Parton gaf út sína fyrstu plötu árið 1967 sem bar titilinn Hello, I’m Dolly. Hún er ein dáðasta og verðlaunaðasta kántrísöngkona Bandaríkjanna og hefur fengið 11 Grammy-verðlaun, þrenn Emmy-verðlaun og tvær tilnefningar til Óskarsv
Dolly Parton hefur ekki tíma í að eldast og fagnar áttræðisafmæli með því að gefa til baka

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta