Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur samþykkt að breyta megi atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð Laugarásvegar 1 í íbúðir. Áður höfðu skipulagsyfirvöld í borginni lagst gegn slíkum áformum. Nokkrar athugasemdir bárust frá nágrönnum í grenndarkynningu málsins.