Fyrir hvern einn sem lýsir ánægju með að Fjarðagöng séu tekin fram fyrir Fjarðaheiðargöng í næstu samgönguáætlun eru tveir óánægðir. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðunar Prósents.Í könnun fyrirtækisins, sem var gerð í desember, segjast 39 prósent óánægð með áform Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra sem vill taka Fjarðarheiðargöng úr samgönguáætlun og setja Fjarðagöng þar inn í staðinn. Stærsti hópur svarenda, 42 prósent, segist þó hvorki ánægður né óánægður með áformin.Fjarðarheiðargöng voru næst á dagskrá í eldri samgönguáætlun en Eyjólfur vill leggja áherslu á önnur göng.Lítill munur er á afstöðu fólks milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Þó eru aðeins fleiri óánægð á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og aðeins fleiri sem taka ekki afstöðu á höfuðborgarsvæðinu en á lands