„Sum tækin eru pínu skrýtin,“ sagði laufléttur Guðmundur Jóhannsson, tæknisérfræðingur Morgunútvarpsins á Rás 2.Í þættinum fór Guðmundur yfir ýmsar skrítnar græjur sem kynntar voru á tæknisýningunni CES 2026 á dögunum. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heimi og þar var meðal annars kynntur byltingarkenndur lampi sem lýsir ekki bara, hann þurrkar einnig hár.Umræddur hárblásaralampir leysir hvimleitt vandamál að sögn Guðmundar. „Þegar þú kemur úr sturtu geturðu bara sest í sófann með bók eða horft á sjónvarpið og lampinn þinn sér bara um þetta,“ sagði hann.Græjurnar voru fleiri og skrýtnari. Stígðu inn í framtíðina og hlustaðu á spjallið í spilaranum hér fyrir ofan.Morgunútvarpið er á Rás 2 milli 7 og 9 alla virka morgna.