Donald Trump Bandaríkjaforseti segir í bréfi til Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs að veröldin sé ekki örugg nema Bandaríkin hafi algjör yfirráð yfir Grænlandi.Norskir fjölmiðlar birtu bréfið í morgun en þar kveðst Trump ekki telja sig skuldbundinn því að hugsa eingöngu um frið, þótt hann verði alltaf ríkjandi, í ljósi þess að Norðmenn hafi ákveðið að veita honum ekki friðarverðlaun Nóbels. Nú geti hann hugsað um það sem sé gott og rétt fyrir Bandaríkin.„Danmörk getur ekki verndað landsvæðið [Grænland] gegn Rússum eða Kína og hvers vegna hafa þeir eignarhald á því?“Trump segir engin skjöl um eignarhald Dana á Grænlandi, aðeins það að bátur hafi komið þar að landi fyrir hundruðum ára.„Ég hef gert meira fyrir NATO en nokkur manneskja frá stofnun þess, og núna ætti NATO að gera eitthva