„Ég er bara aðeins að taka skref til baka, stoppa tónlistina og benda á hverjir fílarnir í herberginu eru í íslenskri tónlist,“ segir Fannar Ingi Friðþjófsson í Hipsumhaps. Í nóvember fjarlægði hann alla tónlist sína út af streymisveitum og skoraði á íslensk stjórnvöld að skapa betra rekstarumhverfi fyrir tónlistarfólk.Daníel Baróns ræddi við Fannar á Kvöldvaktinni á Rás 2 um þessa ákvörðun, hvernig viðbrögðin hafa verið og hvaða ambögur hann sér í kerfinu. ROSALEGA MIKLAR FÓRNIR MIÐAÐ VIÐ ÁVEXTINA „Þetta er verkfall,“ segir Fannar því að hans mati er rekstrarumhverfi tónlistarútgáfu hér á landi ekki sjálfbært. Hann hafi starfað sem tónlistarmaður í sjö ár og telur þann tíma almennt hafa verið góðan. „Það breytist voðalega lítið fyrir mig sem einstakling en ég er kannski farinn að vega