Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir stjórnvöld hingað til ekki hafa brugðist nógu vel við ákalli um aukið fjármagn til að gera endurbætur á meðferðarúrræðum fyrir börn og unglinga. Fjármagni hafi ekki verið veitt inn í grunnheimildir stofnunarinnar þrátt fyrir að einstaka tilfallandi verkefni hafi verið fjármögnuð.