Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Sýrlandsstjórn semur um vopnahlé við Kúrda

Ríkisstjórn Sýrlands hefur gert vopnahlé við Lýðræðissveitir Sýrlands (SDF), her kúrdíska sjálfsstjórnarsvæðisins í Norður-Sýrlandi. Vopnahléð felur í sér að hersveitir SDF verða að hörfa frá yfirráðasvæðum sínum vestan við Efratfljót og gangast undir aðlögun að sýrlenska stjórnarhernum.Lýðræðissveitirnar gerðu samning við stjórn Ahmeds al-Sharaa um að sameinast henni í fyrra en framkvæmd samkomulagsins hafði tafist í marga mánuði vegna ýmissa ágreiningsatriða. Upp úr sauð í kringum áramótin og bardagar brutust út milli SDF og stjórnarhersins sem hafa haldið áfram með hléum. Í vikunni náði stjórnarherinn meðal annars Omar-olíusvæðinu, stærsta olíusvæði Sýrlands, og Conoco-gassvæðinu í Deir Az Zor úr höndum SDF. Ahmed al-Sharaa áréttaði að ekki væri viðunandi að SDF réði yfir þriðjungi land
Sýrlandsstjórn semur um vopnahlé við Kúrda

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta