Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

„Ísland tekur undir þessa yfirlýsingu“

Átta löndin sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað nýjum tollum sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu fyrr í dag. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafa báðar tekið undir yfirlýsinguna.Í yfirlýsingunni lýsa löndin yfir fullri samstöðu Danmörku og grænlensku þjóðinni. Þau segjast tilbúin í viðræður við Bandaríkin en að viðræðurnar þurfi að byggja á meginreglunni um fullveldi ríkja.Kristrún deildi yfirlýsingu ríkjanna á samfélagsmiðlinum X og skrifaði „Ísland tekur undir þessa yfirlýsingu.“ > Iceland endorses this statement 🇮🇸 https://t.co/wXYkPSjXmD— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) January 18, 2026 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir deildi yfirlýsingunni sömuleiðis og segir yfirlýsinguna mikilvæga, Ísland styðji hana
„Ísland tekur undir þessa yfirlýsingu“

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta