Átta löndin sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað nýjum tollum sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu fyrr í dag. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafa báðar tekið undir yfirlýsinguna.Í yfirlýsingunni lýsa löndin yfir fullri samstöðu Danmörku og grænlensku þjóðinni. Þau segjast tilbúin í viðræður við Bandaríkin en að viðræðurnar þurfi að byggja á meginreglunni um fullveldi ríkja.Kristrún deildi yfirlýsingu ríkjanna á samfélagsmiðlinum X og skrifaði „Ísland tekur undir þessa yfirlýsingu.“ > Iceland endorses this statement 🇮🇸 https://t.co/wXYkPSjXmD— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) January 18, 2026 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir deildi yfirlýsingunni sömuleiðis og segir yfirlýsinguna mikilvæga, Ísland styðji hana