Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Evrópusambandið boðar til aukafundar leiðtoga vegna deilunnar um Grænland

Antonio Costa, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandins ætlar að boða til leiðtogafundar á næstu dögum til að ræða um viðbrögð við nýjasta útspili Bandaríkjastjórnar í deilunni um Grænland.Costa sendi frá sér tilkynningu um þetta í kjölfar þess að sendiherrar aðildarríkjanna í Brussel komu saman síðdegis í dag, á fundi sem er nýlokið. Í tilkynningu Costa er stuðningur Evrópusambandsins við Danmörku og Grænland ítrekaður; tekið er fram að deilur um tollamál skaði samskiptin við Bandaríkin og sé auk þess í andstöðu við þá viðskiptasamninga sem gerðir hafa verið.Costa tekur einnig fram að Evrópusambandið sé tilbúið að taka til varna gegn hvers konar hótunum.
Evrópusambandið boðar til aukafundar leiðtoga vegna deilunnar um Grænland

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta