Alls fylgdi lögreglan 115 einstaklingum úr landi vegna ólögmætrar dvalar árið 2025. Þetta er 37% fjölgun frá því árið á undan þegar 84 var vísað úr landi.213% aukning hefur átt sér stað frá því árið 2023 þegar 36 var vísað úr landi vegna ólögmætrar dvalar.Lögreglan segir í tilkynningu á vefsíðu sinni að fjölgun í afgreiðslu mála þeirra sem hafa dvalið ólöglega í landinu megi rekja til öflugs starfs lögregluembættanna og skilvirks samstarfs við heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra. BROTTVÍSUNUM FYRRUM UMSÆKJENDA UM ALÞJÓÐLEGA VERND FÆKKAR Heildarfjöldi mála sem var lokið hjá heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra voru 388 mál árið 2025, samanborið við 369 mál árið 2024. Þetta samsvarar 5% aukningu.Árið 2023 var heildarfjöldi lokaðra mála 216 og er því um 80% aukningu að r