Kvikmyndahátíðin í Gautaborg býður upp á heldur sérkennilega greiðsluleið í ár, að greiða fyrir bíómiða með sannleikanum. Sýningargestum stendur til boða að undirgangast lygapróf í sérstökum yfirheyrsluklefa í skiptum fyrir bíómiða – en þó aðeins þeir sem segja satt frá.Uppátækið tengist þema hátíðarinnar í ár sem er sannleikurinn sjálfur.Kvikmyndahátíðin í Gautaborg verður haldin í 49. sinn 23. janúar til 1. febrúar en hún hefur verið haldin síðan 1979. Rúnar Rúnarsson leikstjóri hlaut í fyrra Drekaverðlaun hátíðarinnar, sem veitt eru fyrir bestu norrænu kvikmyndina, fyrir Ljósbrot. „KVIKMYNDALISTIN ER LEIKUR MEÐ SANNLEIKA“ „Á tímum þar sem mörkin milli staðreynda og skáldskapar eru að verða óljósari beinir Kvikmyndahátíðin í Gautaborg sjónum sínum að sannleikanum. Undir yfirskriftinni