Löndin átta sem Bandaríkjaforseti hefur hótað nýjum tollum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær um nýja tolla á Danmörku og fleiri Evrópuríki sem flytja vörur til Bandaríkjanna, frá 1. febrúar.10 prósenta tollur á að taka gildi 1. febrúar og hækka í 25 prósent frá 1.júní.Tollarnir verða í gildi þar til Bandaríkin hafa gengið frá kaupum á Grænlandi. Ísland er ekki á lista Trumps.Í yfirlýsingunni segir að löndin muni standa saman að því að efla öryggisvarnir á norðurslóðum. LÝSA YFIR SAMSTÖÐU MEÐ DANMÖRKU OG GRÆNLENSKU ÞJÓÐINNI Sendiherrar aðildarríkja Evrópusambandsins gagnvart sambandinu komu saman til skyndifundar í Brussel í dag til að ræða viðbrögð við tollunum.Löndin átta eru Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Noregur, Frakkland, Þ