Kolbeinn Rastrick skrifar:Engra kosta völ, eða No Other Choice eins og hún er auglýst hér á landi, er nýjasta mynd eins vinsælasta kvikmyndagerðarmanns Suður-Kóreu, Park Chan-wook. Hann er hvað þekktastur fyrir myndirnar Oldboy, The Handmaiden og Decision to leave. Engra kosta völ er byggð á skáldsögu Donalds E. Westlake, The Ax frá 1997, en Park tilkynnti fyrst um áætlanir sínar um aðlögun á bókinni árið 2009. Bókin hefur áður verið aðlöguð að kvikmyndaforminu í mynd grísk-franska leikstjórans Costa-Gavras frá 2005, en sú mynd bar sama nafn og bókin. Eins og svo margar af fyrri myndum Parks snýst Engra kosta völ um vafasamar ákvarðanir söguhetju sem matreiðir sína eigin súpu til að sitja í. Myndin er að vissu leyti systurmynd Parasite í leikstjórn Bong Joon Ho frá 2019. Í henni fylgjumst