Skurðlæknir segir manneklu og vanfjármögnun vera helstu ástæður þess að biðlistar eftir augasteinsaðgerð lengjast. Þörf sé á samhentu átaki allra sem framkvæma aðgerðirnar, bæði hjá opinberum stofnunum og einkastofum.Aðgerðin tekur að jafnaði 10 til 15 mínútur en biðin getur verið margir mánuðir og jafnvel nokkur ár. Fréttastofa hefur fengið ábendingar frá fólki sem hefur beðið lengur en þrjú ár.„Það þarf samhent og samstillt átak allra þjónustuveitenda sem að þessu koma og það þarf meiri fjármuni í þennan aðgerðaflokk,“ segir Gunnar Már Zoega, augnskurðlæknir. Hann vill að komið verði á miðlægum biðlista til að auðvelda samvinnu.„Það þarf samtal þjónustuveitenda, Sjúkratrygginga og ráðuneytis til að koma þessu aftur á réttan kjöl.“Gunnar segir brýnt að bæta heildarskipulag á framkvæmd aug