Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erfiðara fyrir fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Bandaríkin að gera áætanir eftir tollahótanir Bandaríkjaforseta.Þetta undirstriki þá óvissu sem ríki í alþjóðaviðskiptum. „Og það virðist ekki lát á þeirri óvissu,“ segir Sigurður. „Við trúum því að rétta leiðin til að leysa úr þessum málum sé með samtölum en ekki með þeim aðgerðum sem boðaðar hafa verið, það eru miklir viðskiptalegir hagsmunir í húfi á báða bóga.“Sigurður segir að flest ríki heims vinni að gerð viðskiptasamninga við Bandaríkin. „Ísland er þar með talið og við höfum bent á og höfum mikla trú á því að í því geti falist tækifæri í viðskiptum Íslands og Bandaríkjanna með gagnkvæman ávinning að leiðarljósi.“Gætu tollar á þessi átta Evrópuríki haft áhrif á þann samnin