Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Hörð viðbrögð í Evrópu vegna Grænlandstolla Trumps

„Algjörlega röng,“ segir forsætisráðherra Bretlands um ákvörðun Bandaríkjaforseta að setja toll á þau ríki sem eru mótfallin innlimun hans á Grænlandi. Keir Starmer hefur verið sá leiðtogi á alþjóðasviðinu sem gengið hefur hvað lengst í tilraunum sínum til að halda Donald Trump góðum síðan hann settist aftur á forsetastól fyrir tæpu ári. Núna kveður við harðari tón. „Óásættanlegt,“ segir Emmanuel Macron Frakklandsforseti um vendingar gærdagsins. Og í því kristallast viðbrögð leiðtoga Evrópuríkja, helstu bandaþjóða Trumps, við nýjum tollum. Greinilegt er að þetta nýjasta útspil í baráttunni um Grænland verður svarað af meiri hörku en önnur útspil Trumps síðastliðið ár. Stóraukin útgjöld aðildarríkja NATO til varnarmála, viðskiptasamningur um 15% toll á innflutning frá ESB-ríkjum til Bandarí
Hörð viðbrögð í Evrópu vegna Grænlandstolla Trumps

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta