Þjóðskrá birti nýverið tölur um hlutfall erlendra ríkisborgara eftir landshlutum og sveitarfélögum og er það nokkuð breytilegt.Þegar litið er til landshluta er hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara á Suðurnesjum, tæp 30% íbúa. Hlutfall erlendra ríkisborgara í Reykjanesbæ er 35,2% eða 8665 íbúarÞar á eftir koma Vestfirðir með 24% íbúa. Lægst er hlutfallið á Norðurlandi eystra þar sem erlendir ríkisborgarar eru 11,5% íbúa.Sagt var frá því í desember að í fyrsta sinn í sögunni er hlutfall íslenskra ríkisborgara undir 80 prósentum en það var 79,6% í desember. FLESTIR ERLENDIR RÍKISBORGARAR Í MÝRDALSHREPPI Þegar horft er til sveitarfélaga er hlutfallið afar breytilegt. Hæst er það í Mýrdalshreppi eða 67,4%. Alls eru 760 erlendir ríkisborgarar af ellefuhundruð tuttugu og átta íbúum hreppsins.