Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Hlutfall erlendra ríkisborgara breytilegt eftir landshlutum

Þjóðskrá birti nýverið tölur um hlutfall erlendra ríkisborgara eftir landshlutum og sveitarfélögum og er það nokkuð breytilegt.Þegar litið er til landshluta er hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara á Suðurnesjum, tæp 30% íbúa. Hlutfall erlendra ríkisborgara í Reykjanesbæ er 35,2% eða 8665 íbúarÞar á eftir koma Vestfirðir með 24% íbúa. Lægst er hlutfallið á Norðurlandi eystra þar sem erlendir ríkisborgarar eru 11,5% íbúa.Sagt var frá því í desember að í fyrsta sinn í sögunni er hlutfall íslenskra ríkisborgara undir 80 prósentum en það var 79,6% í desember. FLESTIR ERLENDIR RÍKISBORGARAR Í MÝRDALSHREPPI Þegar horft er til sveitarfélaga er hlutfallið afar breytilegt. Hæst er það í Mýrdalshreppi eða 67,4%. Alls eru 760 erlendir ríkisborgarar af ellefuhundruð tuttugu og átta íbúum hreppsins.
Hlutfall erlendra ríkisborgara breytilegt eftir landshlutum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta