„Ég legg nú ekki í vana minn að sofna í kennslustundum en þegar ég var farin að dotta í tölfræðitíma þá hugsaði ég með mér að þetta væri kannski ekki alveg fyrir mig,“ segir Rán Ragnarsdóttir leikkona. Hún ákvað að hætta í sálfræðinámi og hefur síðan þá elt innsæið, troðið margvíslegar slóðir og fer brátt með hlutverk Helgu hinnar fögru á stóra sviði Þjóðleikhússins í Ormstungu.Sigurlaug Margrét Jónasdóttir ræddi við Rán í Segðu mér á Rás 1. „Ég fór að gera ýmislegt fleira sem mér líkar betur og á betur við mig.“ KOM SÉR Á ÓVART MEÐ ÞVÍ AÐ GANGA ÚT Rán segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á fólki og kemur úr langri röð sálfræðinga, þar sem afi hennar og faðir störfuðu sem sálfræðingar og móðir hennar lærði fagið. „Þetta var brautin sem ég sá fyrir mér að væri sniðugt að fara líka.“„En é