Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Vinda- og vætusamt víðast hvar við byrjun vikunnar

Í dag verður suðaustan vindátt, 13 til 20 metrar á sekúndu. Heldur hvassara verður á annesjum vestar á landinu. Víða verður rigning en þurrt lengst af norðaustanlands. Hiti á bilinu 3 til 8 stig síðdegis. Í kvöld byrjar að draga úr vindi og á morgun verður suðaustlæg átt, 8 til 15 metrar á sekúndu. Þá kólnar aðeins í veðri og verða skúrir eða rigning sunnan- og austanlands. Útlit er fyrir austlæga átt á þriðjudaginn, 5 til 13 metra á sekúndu. Þá gætu orðið skúrir eða slydduél en þó yfirleitt þurrt norðanlands. Hiti verður þá á bilinu 1 til 6 gráður. Í dag verður vætu- og vindasamt víða á landinu.RÚV / Ragnar Visage
Vinda- og vætusamt víðast hvar við byrjun vikunnar

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta