Hún heitir einfaldlega Michael, kvikmyndin um Michael heitinn Jackson sem væntanleg er á árinu. Þar verður sögð ferðasaga Jacksons upp á stjörnuhimininn frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið með Jackson 5 og þar til hann varð poppstjarnan stóra. Seinni tíma erfiðleikar í lífi Jacksons og ásakanir um kynferðisbrot gegn ungum drengjum koma ekki við sögu.2026 verður ár framhaldsmynda í kvikmyndahúsum. Leikfangasaga, Avengers, Dune, Jumanji og Scream eru meðal þeirra fjölmörgu sem framhald verður á. Heimskviður skoðuðu kvimyndaárið fram undan með Vidda í Leikfangasögu og fleirum.Dan Reed, sem leikstýrði heimildarmyndinni Finding Neverland, þar sem tveir menn greindu frá kynferðisofbeldi sem þeir sögðu Jackson hafa beitt þá þegar þeir voru börn, segir myndina væntanlegu hvítþvott á sögu