Ali Khamenei æðstiklerkur Írans viðurkenndi opinberlega í ræðu á fimmtudag að þúsundir manns hafi farist í fjöldamótmælum í landinu síðastliðnar tvær vikur. Khamenei sagði suma hafa verið drepna á „ómannúðlegan, villimannslegan máta“ en kenndi Bandaríkjunum um mannfallið.Ekki er ljóst hve margir hafa verið drepnir í mótmælunum. Mannréttindasamtökin HRANA segjast hafa staðfest andlát um 3.000 manns en fréttastofur CBS News og Iran International segja mannfallið nema að minnsta kosti 12.000 manns.„Fyrir náð Guðs verður íranska þjóðin að brjóta á bak uppreisnarmennina líkt og hún braut á bak uppreisnina,“ sagði Khamenei.Khamenei úthúðaði Donald Trump Bandaríkjaforseta í ræðunni fyrir stuðning hans við mótmælin og kallaði hann glæpamann. „Við lítum á Bandaríkjaforseta sem glæpamann vegna mannf