Leiðtogar Evrópuríkja eru harðir í sínum viðbrögðum við ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að setja tolla á vörur frá Evrópuþjóðum sem hafa lýst stuðningi við málstað Grænlands. Hótanir um tolla séu óviðunandi og bandalagsþjóðir Grænlands verði ekki kúgaðar með þessum hætti. TOLLASTRÍÐ FÆRIR OKKUR EKKI NÆR LAUSN Í ÞESSU MÁLI 10 prósent tollar leggjast á allar vörur frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Finnlandi og Bretlandi. Danir hafa þegar aukið viðveru hers síns á Grænlandi og Svíar, Norðmenn og Þjóðverjar hafa tilkynnt að þau hyggist senda hermenn til Grænlands. Frakkar ætla að taka þátt í heræfingu á Grænlandi.Trump sagði á Truth Social tíma til kominn að Danmörk gefi til baka. „Heimsfriður er í húfi! Kína og Rússland vilja Grænland og það er ekke