Þeir sem kaupa vændi fóðra mansal, segir talskona Stígamóta. Konur sem leita til Stígamóta eftir að hafa verið í vændi kljást við sömu eftirköst og aðrir brotaþolar ofbeldis. Vændi fari vaxandi á Íslandi.„Það sem við höfum séð á auglýsingasíðum er að það virðist fara vaxandi. Mjög mikið af erlendum konum sem koma hingað eða er komið hingað,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta.„Það sem birtist okkur í Stígamótum aðallega eru konur sem eru íslenskar sem hafa verið í vændi, leiðst út í það af einhverjum ástæðum, og eru að vinna úr þeirri reynslu og það getur verið mjög erfið reynsla að vinna úr.“Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrum verkalýðsforingi, sagði af sér þingmennsku í gær. Vísir ljóstraði því upp að lögregla hefði yfirheyrt hann árið 2012 vegna tilraunar til að kau