Ekki er útilokað að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi toll á Ísland, að mati stjórnmálafræðings, rétt eins og forsetinn hyggst gera við fjölda Evrópuríkja vegna stuðnings þeirra við Grænland. Stjórnmálafræðingurinn segir að aðferðir Trumps séu komnar á svo alvarlegt stig að Evrópulönd geti ekki lengur útilokað innrás Bandaríkjamanna í Grænland.