Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Svartbakur í bráðri hættu ásamt lunda, fjöruspóa og skúm

Svartbakur bætist við á lista Náttúrufræðistofnunar yfir tegundir fugla hér á landi sem eru í bráðri hættu. Þetta kemur fram í nýjum válista Náttúrufræðistofnunar en aðrar tegundir í bráðri hættu eru lundi, fjöruspói og skúmur.Alls voru 91 tegund metnar og 43 þeirra eru taldar í hættu, samanborið við 41 þegar síðasti válisti var gefinn út 2018.Borgný Katrínardóttir, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir helst horft til stofnbreytinga við matið.„Bráð hætta þýðir það að, ef við horfum bara til stofnbreytinga, þá þýðir það að um eða yfir 80% fækkun hefur orðið í stofninum á ákveðnu viðmiðunartímabili,“ segir hún.19 tegundir eru taldar í yfirvofandi hættu sem er fjölgun um ellefu tegundir. Borgný segir eina stærstu breytinguna vera að fjórar tegundir vaðfugla flokkast nú í nokkurri hættu
Svartbakur í bráðri hættu ásamt lunda, fjöruspóa og skúm

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta