Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Öllum portrettum van Eycks safnað saman á eina sýningu

Listunnendum gefst kostur á að skoða allar portrettmyndir fimmtándu aldar meistarans Jan van Eycks á einni og sömu sýningunni í London á þessu ári.Búast má við því að fjöldi fólks leggi leið sína í National Gallery við Trafalgar-torg til að sækja sýninguna. Hún hefst í nóvember og stendur fram í apríl á næsta ári.Á heimasíðu safnsins segir að mannamyndagerð eins og við þekkjum hana hafi hafist með van Eyck og að raunsæið í verkum hans eigi sér engan sinn líka.Vökul augu, fínlega málaðir skeggbroddar, hrukkur og rjóðar kinnar fyrirsætanna í málverkum van Eycks gera þær álíka fullar af lífi og þegar þær sátu fyrir hjá meistaranum – fyrir um 600 árum síðan.Þrjú verk á sýningunni koma úr safneign National Gallery. Eitt þeirra er ein þekktasta mannamynd listasögunnar, Arnolfini og brúður hans.
Öllum portrettum van Eycks safnað saman á eina sýningu

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta