„Þeir gera allt aðeins betur þar, það er bara allt fallegra í Róm,“ segir Helgi Hjaltalín myndlistarmaður í Víðsjá á Rás 1. Hann fór til Rómar í fyrsta sinn fyrir átta árum og sá öll helstu minnismerki borgarinnar. Við heimkomuna var aðeins ein mynd af Colosseum í símanum hans og restin var af alls konar skiltum.Hann notar meðal annars þessar ljósmyndir sem efnivið á sýningunni Skuggi sem mælieining, sem stendur yfir í Listamönnum Gallerýi við Skúlagötu. Á sýningunni fer Helgi í hugmyndaferðalag um hernumin svæði Evrópu, trúarbrögð, landnám, stórkarlalegan hugsunarhátt og ólíka elda.„Við erum alltaf að slökkva alls konar elda. Það er eldur í okkur, við erum alltaf að brenna upp og reynum að slökkva það. Og svo erum við alltaf að reyna að slökkva elda í kringum okkur og í heimsmálunum líka.