Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Helmingur leikskólabarna matvandur

Um helmingur leikskólabarna er matvandur og um fimmtungur borðar einungis tíu fæðutegundir. „Það gæti verið næringarskortur til staðar, þarf ekki að vera en það væri þarna ástæða til að skoða mataræðið nánar,“ segir Berglind Lilja Guðlaugsdóttir, doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ.„Við vorum með nokkra leikskóla hérna á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni þar sem við vorum að skoða matvendni leikskólabarna og fyrstu niðurstöður, þá erum við að sjá að um helmingur barnanna sýnir einhver einkenni matvendni og það er hluti af börnunum sem borðar mjög einhæft eða bara fáar fæðutegundir.“Hún segir vel hægt að snúa þróuninni við og koma í veg fyrir eða draga úr matvendni. „Í fyrsta lagi að kalla þau ekki matvönd,“ segir Berglind. „Ekki pressa á þau, ekki þrýsta á þau að borða matinn.“
Helmingur leikskólabarna matvandur

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta