Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Danir bjóða Banda­ríkja­her að taka þátt í her­æf­ingu á Græn­landi

Yfirmaður herstjórnar Danmerkur á Norðurslóðum, Søren Andersen, býður Bandaríkjunum að taka þátt í sameiginlegri heræfingu á Grænlandi. Andersen á von á því að æfingarnar fari fram seinna á árinu.Bandaríkjaher hefur ekki enn brugðist við boðinu.Þegar hafa Bretland, Þýskaland, Svíþjóð, Noregur og Frakkland ákveðið að senda hermenn á æfingu sem danski herinn stendur fyrir á Grænlandi. Æfingin ber yfirskriftina „Operation Arctic Endurance“. Óljóst er hvort þetta sé sama æfing og Bandaríkjaher hefur verið boðið að taka þátt í.Alls eru um 150 hermenn Bandaríkjahers staðsettir á Grænlandi í Pituffik-geimherstöðinni, áður þekkt sem Thule, á norðvestanverðu landinu. Bandaríkjaher hefur rétt til viðveru hers á Grænlandi samkvæmt samningi sem gerður var við Danmörku 1951.
Danir bjóða Banda­ríkja­her að taka þátt í her­æf­ingu á Græn­landi

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta