Atvinnuvegaráðherra segir ekki tilefni til að bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi ráðherra málaflokksins hefði ekki fylgt lögum við afgreiðslu á umsókn Hvals hf. um hvalveiðileyfi.Umboðsmaður Alþingis telur að meðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða árið 2024 hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög. Málsmeðferðartími hafi verið of langur og ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, að takmarka leyfið við eitt ár íþyngjandi.„Við því var brugðist í tíð síðasta ráðherra sem gaf úr lengra leyfi,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. „Það er líka verið að tala um málsmeðferðartímann og ráðuneytið er á þeirri skoðun að hann hafi verið eðlilegur.“Unnið er að frumvarpi til laga um