Ráðherrum Viðreisnar er brugðið eftir að Guðbrandur Einarsson, þingmaður flokksins, sagði af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa. Þetta hafi verið rétt ákvörðun. Lögregla fær reglulega slík mál.Guðbrandur hefur setið á þingi fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi frá 2021 og verið formaður umhverfis- og samgöngunefndar síðan í fyrra. Hann var áður í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, en sat í miðstjórn ASÍ árið 2012. Vísir greindi fyrstur fjölmiðla frá afsögn Guðbrands undir fyrirsögninni Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa.Þar segir að Guðbrandur hafi verið yfirheyrður af lögreglu 2012 vegna rökstudds gruns um vændiskaup, hann hafi þá neitað sök en í yfirlýsingu til Vísis segist hann hafa haft vændiskaup í huga en snúist hugur þegar á staðinn var komið.Samkvæmt 206. grei