Landhelgisgæsla Íslands hefur ekki orðið vör við umferð rússneskra herskipa eða ríkisfara, né siglingar kínverskra skipa innan íslenskrar lögsögu eða á aðliggjandi hafsvæðum, þar með talið Grænlandssundi, á undanförnum árum.Þetta kemur fram í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. HAFA ÞÓ EKKI GETU TIL AÐ GREINA KAFBÁTA Í svarinu kemur fram að Landhelgisgæslan hafi þó vitneskju um og fylgist með árstíðabundnum veiðum kínverskra túnfiskveiðiskipa á undanförnum árum, djúpt suður af landinu.Þá hafa rússnesk fiskiskip einnig verið við veiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, rétt utan við suðvesturhluta íslensku efnahagslögsögunnar.Landhelgisgæslan hefur haft upplýsingar um siglingar svokallaðra „skuggaflota“, á afsvæði austur af Íslandi, milli Íslands og Noregs. Gæslan hefur þó ekki