Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Barböru Björnsdóttur héraðsdómarar í ærumeiðingamáli Margrétar Friðriksdóttur, segist telja ummæli Margrétar klárar ærumeiðingar. Hún kallaði Barböru meðal annars „lausláta mellu“. Þá gagnrýnir hann hversu nærri var gengið Barböru í vitnaleiðslu.