„Við erum að vinna þetta með öllum aðilum og fara yfir málið,” segir Guðjón Ómar Davíðsson, stjórnarformaður True North, spurður út í stöðu mála í tengslum við eldsvoðann sem varð í skemmu sem fyrirtækið leigði af Reykjavíkurborg. „Við erum að reyna að vinda ofan af þessu og vita hvert stefnir.“