Landsréttur hefur birt gæsluvarðhaldsúrskurð sinn yfir Helga Bjarti Þorvarðssyni. Dómurinn sneri í vikunni úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði kröfu um gæsluvarðhald yfir honum.Héraðssaksóknari kærði þann úrskurð til Landsréttar og í úrskurðinum kemur fram að Karl Ingi Vilbergsson, varahéraðssaksóknari, hafi farið fram á gæsluvarðhald yfir Helga Bjarti um leið og hann fékk rannsóknargögn málsins frá lögreglu. Sama dag var gefin út ákæra á hendur Helga.Í úrskurði héraðsdóms eru meint brot Helga Bjarts rakin. Hann er ákærður fyrir að hafa ruðst inn á heimili drengsins í heimildarleysi og farið inn í svefnherbergi hans, lagst upp í rúm hjá honum og brotið á honum kynferðislega. Saksóknari telur Helga Bjart hafa í krafti yfirburða sinna brotið á drengnum og notfært sér að hann hafi ekki